Niðurstöður Rannsóknar og Greiningar
17.05.2016
Fréttir
Þriðjudaginn 17. maí n.k verða nýjustu niðurstöður Ísafjarðarbæjar úr könnun Rannsóknar og Greiningar á högum og líðan nemenda í 8.-10. bekk kynntar. Kynningin fer fram í GÍ kl. 20.
Helstu niðurstöður fyrir landið allt sýna að tengsl eru á milli aukinnar notkunar samfélagsmiðla og kvíða- og þunglyndiseinkenna hjá unglingsstúlkum. Ljóst að við þurfum að taka höndum saman til að bæta líðan stúlknanna. Á fundinum verða niðurstöður Ísafjarðarbæjar kynntar og hvernig þær líta út miðað við landsmeðaltal.