Niðurstaða vegna virkjunar Úlfsár
24.04.2018
Fréttir
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hafa bæjaryfirvöld Ísafjarðarbæjar farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila vegna mats á umhverfisáhrifum vegna Úlfsár, umsagnir, Orkustofnunar og Minjastofnunar, niðurstaða Ísafjarðarbæjar er að Úlfsárvirkjun sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 31. maí 2018.
Axel Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúi