Naustahvilft: Kallað eftir þátttakendum á námskeið í gerð náttúrustíga

Til stendur að gera náttúrustíg upp í Naustahvilft í Skutulsfirði og hefur Kjartan Bollason, lektor við Háskólann á Hólum og sérfræðingur í náttúrustígagerð, tekið að sér að leiða verkefnið, sem er um leið námskeið í náttúrustígagerð. Ísafjarðarbær kallar eftir þátttakendum á námskeiðið til að vinna með Kjartani að því að klára stíginn upp í Naustahvilft, en leiðin hefur þegar verið stikuð. Námskeiðið fer fram 31. maí og 1. júní.

Náttúrustígar eru að mestu gerðir með handafli, þurfa að falla að landslaginu og notast við staðbundinn efnivið eins og hægt er.

Upplegg námskeiðsins er með eftirfarandi hætti:

Föstudagur 31. maí 13:00-17:00

  • Þátttakendur fá stutta kynningu á verklagi og vinnusvæði
  • Verkleg kennsla í áhættumati og notkun verkfæra
  • Verkleg kennsla í verklagi, s.s. grjótvinnu
  • Hópavinna við stígagerð

Laugardagur 1. júní 9:00-17:00

  • Hver hópur fer á sitt vinnusvæði og heldur áfram með verkefni gærdagsins
  • Hádegishlé, matur í boði Ísafjarðarbæjar
  • Mögulega skipt um verksvæði eða rýnt í það sem hefur verið gert og næstu skref metin
  • Hópavinna við stígagerð

Skráning fer fram með því að senda póst á postur@isafjordur.is.