Mengunaræfing á Ísafirði
14.05.2018
Fréttir
Nú stendur yfir bráðamengunaræfing Landhelgisgæslunnar, Umhverfisstofnunar, Ísafjarðarhafnar og Slökkviliðsins. Í æfingunni er gert ráð fyrir að bátur hafi strandað 1 sjómílu út af Arnarnesi og að um borð séu 10.000 lítrar af díselolíu sem eru að leka út. Landhelgisgæsluskipið Þór girðir af strandsvæðið með aðstoð hafnarstjóra og er verið að æfa samskipti viðbragðsaðila og prufukeyra ýmsan búnað.
Æfingin stendur yfir í dag og líkur um kvöldmatarleytið. Meðfylgjandi mynd tók Ralf Trylla umhverfisfulltrúi á vettvangi.