Mannréttindastefna Ísafjarðarbæjar 2025-2028 samþykkt

Mannréttindastefna Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2025-2028 hefur verið samþykkt af bæjarstjórn.

Stefnan byggir á ákvæðum um mannréttindi í stjórnarskrá Íslands, alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og öðrum sáttmálum sem sem Ísland á aðild að.

Í stefnunni er lögð áhersla á jöfn tækifæri allra íbúa óháð kyni, uppruna, trú, fötlun eða annarri stöðu. Með því að stuðla að jafnrétti og mannlegri reisn er lagður grunnur að velferð einstaklinga, fjölskyldna, atvinnulífs og samfélagsins alls. 

Ísafjarðarbær skuldbindur sig til að tryggja mannréttindi í stjórnsýslu, þjónustu og starfsemi sveitarfélagsins og mun velferðarnefnd fylgjast með innleiðingu stefnunnar. Nefndin mun einnig tryggja reglubundna úttekt á stöðu jafnréttis- og mannréttindamála.

Mannréttindastefna Ísafjarðarbæjar 2025-2028