Málstofa um hverfisráð og íbúalýðræði
Málstofa um hverfisráð og íbúalýðræði verður haldin sunnudaginn 6. nóvember í Edinborgarhúsinu, Ísafirði
14:10 Nicole Leigh Musty, formaður Hverfisráðs Breiðholts
14:30 Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts
14:50 Kaffi
15:10 Vinnustofur
16:30 Niðurstöður vinnustofa kynntar
17:00 Fundi slitið
Málstofan er haldin í samvinnu Ísafjarðarbæjar, Hrafnseyrar, hverfisráða og prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar við Háskóla Íslands.
Á málstofunni ætlum við að heyra hvernig gengið hefur í hverfisráðunum í Ísafjarðarbæ, hvað hefur gengið vel og má fara betur. Við fáum einnig gesti sem ætla að segja okkur aðeins frá hverfisráði Breiðholts. Í lokin ætlum við svo að halda vinnufund þar sem við getum skoðað hvað það er sem við getum gert betur hjá okkur.
Málstofan er opin og hvetjum við áhugasama að skrá sig við fyrsta tækifæri með því að senda tölvupóst á ragnarsig@isafjordur.is.