Lindy hop í Edinborg

Í tengslum við hina árlegu Lindy Hop swingdanshátíð Arctic Lindy Exchange 2017 munu vera haldnir tveir dansleikir með jazzhljómsveitinni Hrafnaspark í Edinborgarhúsinu 15. og 16. ágúst.

Um 80 erlendir dansarar koma til Ísafjarðar í tengslum við hátíðina til að skemmta sér við að dansa hinn upprunalega para swingdans millistríðsáranna, dansinn Lindy Hop (einnig þekktur sem Jitterbug).

Í tengslum við dansleikina verður Vestfirðingum boðið að læra nokkur grunnskref á stuttu kvöldnámskeiði bæði kvöldin. Eina sem þarf er að skrá sig, kaupa miða á dansleik (einn eða báða) og þá fær maður klukkustundar kennslu í dansinum.

- Þriðjudagskvöld 15. águst
Kennsla frá 20:00-21:00. 
Efnistök: Einföld grunnskref fyrir byrjendur.
Ballið byrjar 21:00 með plötusnúðum og hljómsveitin byrjar 21:30.
Verð: 2.500 kr. (dansleikur og kennsla)

- Miðvikudagskvöld 16. águst
Kennsla frá 20:00-21:00. 
Efnistök: Klassísk rhythm grunnskref.
Ballið byrjar 21:00 með plötusnúðum og hljómsveitin byrjar 21:30.
Verð: 2.500 kr. (dansleikur og kennsla)

Athugið til að skrá sig verður maður að senda email á info@arcticlindyexchange.com og til að tryggja jöfn hlutföll herra og dama verður maður að skrá sig með félaga, þ.e.a.s. einn sem dansar herrann (Leader) og einn sem dansar dömuna (Follow). Það er vert að nefna að þessi hlutverk eru ekki kynbundin, þ.a.s. konur geta dansað herrann og karlar dömuna.

Lágmarksfjöldi þátttakenda fyrir hvert námskeið eru 8 manns og það er engin krafa um fyrri dansreynslu.

Á þessu myndbandi má fá góða innsýn í það hvernig dans Lindy hop er:
https://www.youtube.com/watch?v=6fDIPCuGpjE