Leðurblakan í Edinborg

Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík fer til Ísafjarðar með stórskemmtilega uppsetningu á óperettunni Leðurblökunni eftir Johann Strauss II. Heimamenn taka þátt í sýningunni, þar á meðal félagar úr Sunnukórnum og nemendur söngdeildar Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Edinborgarsalur 23.4.2018
 Kl.19:30 til kl. 22:00

Almennt verð er 3.500 kr.
Skólafólk 2.500 kr.
Börn (7-12 ára) 1.750 kr.
Frítt fyrir börn yngri en 7 ára
Miðasala við innganginn eða inná: https://midi.is/leikhus/1/10441/Ledurblakan_a_Isafirdi


Um Leðurblökuna: 
Óperettan er hnyttin og lífleg. Persónusköpunin er sterk og tónlistin er yfirfull af fallegum melódíum. 
Sögusvið óperettunnar er Vínarborg um áramótin 1874-1875. Það er á allra vörum og í öllum blöðum að Eisenstein sé á leiðinni í fangelsi. Fyrsti þátturinn gerist heima hjá þeim hjónum Eisenstein og Rosalinde. Annar þátturinn er veisla heima hjá rússneskum prinsi, þar sem Eisenstein fellur fyrir Adele. Þriðji og síðasti þátturinn gerist í fangelsinu, þar sem framhjáhaldið kemur í ljós. 

Um Nemendaóperu Söngskólans: 
Nemendaópera Söngskólans setur árlega upp sýningar. Nemendur spreyta sig á hinum ýmsu hlutverkum óperutónbókmenntanna auk þess að fá gífurlega reynslu við að koma fram, starfa í leikhúsumhverfi þar sem virðing fyrir samnemendum, kennurum og listforminu er í hávegum höfð. 
Deildarstjóri Nemendaóperunnar er Ólöf Kolbrún Harðardóttir

Stjórnandi: Garðar Cortes 
Leikstjórn / verkefnastjórn / sviðshreyfingar / dansar: Sibylle Köll 
Tónlistarstjórn og meðleikur: Hrönn Þráinsdóttir 
Píanóleikarar á æfingum: Hrönn Þráinsdóttir og Antonia Hevesi 
Búningar: Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir 

Hlutverkaskipan 

Gabríel von Eisenstein, auðkýfingur: 
Birgir Stefánsson 
Pétur Úlfarsson 

Rósalinda, konan hans: 
Salný Vala Óskarsdóttir 
Halldóra Ósk Helgadóttir 

Adele, þernan þeirra: 
Guðný Guðmundsdóttir

Ida, systir Adele: 
Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir

Alfreð, fyrrverandi ástmaður Rósalindu: 
Einar Dagur Jónsson

Dr. Falke, vinur Eisensteins: 
Ólafur Freyr Birkisson

Dr. Blind, lögfræðingur Eisensteins: 
Pétur Úlfarsson 
Birgir Stefánsson 

Frank, yfirfangavörður: 
Magnús Már Björnsson

Prins Orlofsky: 
Rosemary Atieno Odhiambo 
Þórhildur Steinunn Kristínsdóttir 

Frosch, fangavörður: Kristrún Kolbrúnardóttir

Veislugestir:
Halldóra Ragnhildur Jóhanna Júlíusdóttir 
Sigrún Símonardóttir 
og allir ofan nefndu 

Þjónar: 
Halldóra Björg Jónasdóttir 
Salka Arney Magnúsdóttir