Lausaganga hunda
Eins og hundar eru nú skemmtilegir þá getur ýmislegt klikkað í samskiptum þeirra og mannfólksins. Það er ekki raunhæft að fara fram á að allir kunni að umgangast hunda, síst af öllu börn, og meðal annars þess vegna er lausaganga hunda bönnuð í Ísafjarðarbæ eins og víðast hvar annars staðar.
Sambúð manna og dýra gengur að miklu leyti út á tillitsemi og umburðarlyndi. Ef hundar sjást ganga lausir er kannski ekki alltaf ástæða til að grípa strax til harðra aðgerða. Oft má leysa hlutina með því að ræða saman. Ef það þykir fullreynt, þá sér sveitarfélagið um að handsama lausa hunda. Er fólk þá beðið um að hafa samband við forstöðumann þjónustumiðstöðvar í síma 620-7634 eða um netfangið ahaldahus@isafjordur.is og verður hundurinn þá fangaður.
Hundaeigendur eru beðnir um að hafa í huga að samkvæmt samþykkt um hundahald greiða þeir kostnað við handsömun og vörslu lausagönguhunda. Það sem kannski meira máli skiptir er að sátt um hundahald ríki og menn og dýr geti lifað saman í sátt og samlyndi.
Samþykkt um hundahald má nálgast hér.