Kynning vinnslutillögu vegna breytinga á aðalskipulagi — Nýting jarðhita í Seljalandshverfi

Breytt skipulag Seljalandshverfis. Mynd: Verkís.
Breytt skipulag Seljalandshverfis. Mynd: Verkís.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar birtir til kynningar vinnslutillögu breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, vegna nýtingar jarðhita í Seljalandshverfi á Ísafirði, skv. II. mgr. 30. gr. skipulagslaga 123/2010.

Breyting er gerð á þéttbýlisuppdrætti Ísafjarðar og greinargerð aðalskipulagsins. Svæði fyrir íbúðarbyggð (Í8) breytist að hluta til í iðnaðarsvæði (i46) ofan Skógarbrautar og þar verður vinnsla jarðhita og frekari jarðhitaleit heimiluð. Þar er nú þegar ein vinnsluhola (TD09). Innsti hluti svæðis Í8 fyrir íbúðarbyggð breytist í opið svæði til sérstakra nota. Neðan Skógarbrautar verður frekari jarðhitaleit heimiluð á því svæði sem skilgreint er sem svæði fyrir íbúðarbyggð (Í8) í gildandi aðalskipulagi (afmörkun svæðis er sýnd á mynd 2). Breytingin heimilar auk þess dæluhús neðan Skógarbrautar og stofnlagnir hitaveitu frá Tungudal að kyndistöðvum á Tunguskeiði og við Mjósund á Skutulsfjarðareyri. Á svæði Þ13, svæði fyrir þjónustustofnanir, á Torfnesi verður heimilt að reisa veitumannvirki, þ.e. dælustöð fyrir hitaveitu.

Aðalskipulagsbreytingin er unnin skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, uppdráttur og greinargerð, dags. 9. desember 2024, unnið af Verkís ehf.

Umsagnir og athugasemdir í skipulagsferlinu eru aðgengilegar í Skipulagsgátt.

Ábendingar við tillögugerðina má senda inn í gegnum skipulagsgáttina eða til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar: skipulag@isafjordur.is til 7. febrúar 2025. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má einnig fá hjá skipulagsfulltrúa.

Vinnslutillagan er aðgengileg á uppdrætti og greinargerð með forsendum breytinga ásamt umhverfismati, á bæjarskrifstofum og hér fyrir neðan:

Greinargerð og uppdráttur

Opið hús verður haldið á umhverfis- og eignasviði Ísafjarðarbæjar, 4. hæð Stjórnsýsluhússins að Hafnarstræti 1 á Ísafirði, föstudaginn 17. janúar 2025 kl. 10:00 til 12:00.

Vakin er athygli á því að aðeins er um að ræða vinnslutillögu breytinga á deiliskipulagi en ekki formlega auglýsingu.

Tengdar auglýsingar:
Kynning vinnslutillögu vegna deiliskipulagsbreytinga í Seljalandshverfi

Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar