Kynning á skipulagstillögum vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og deiliskipulagi Mjólkárvirkjunar.

Ísafjarðarbær kynnir breytingar á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 og deiliskipulagi  Mjólkárvirkjunar. Skipulagstillagan er kynnt á vinnslustigi í samræmi við 4.mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Tillögurnar verða til sýnis á opnunartíma frá kl.10:00 til 15:00 á bæjarskrifstofum Ísafjarðabæjar að Hafnarstræti 1, Ísafirði og á skrifstofu Verkís, að Hafnarstræti, 1 Ísafirði. Tillögurnar verða jafnframt aðgengilegar á heimasíðu Ísafjarðarbæjar: www. isafjordur.is

 

Opið hús verður mánudaginn 10. apríl 2017 milli 13:00 og 14:00 á Tæknideild Ísafjarðarbæjar, 4. hæð.

 

Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast Skipulags- og byggingarfulltrúa á skrifstofu Ísafjarðarbæjar að Hafnarstræti 1, Ísafirði, eða á netfangið axelov@isafjordur.is fyrir 11. apríl 2017.

 

Vakin er athygli á því að um er að ræða kynningu á vinnslustigi og tillögur verða auglýstar síðar og þá verður gefinn sex vikna frestur til athugasemda.

 

 

 

 

Virðingarfyllst,

 

 

_______________________________

Axel Rodriguez Överby

- skipulags- og byggingarfulltrúi -

 

 

 

Sjá meðfylgjandi gögn:
http://www.isafjordur.is/skipulagsskrar/skra/1065
http://www.isafjordur.is/skipulagsskrar/skra/1066

http://www.isafjordur.is/skipulagsskrar/skra/1067

http://www.isafjordur.is/skipulagsskrar/skra/1068

http://www.isafjordur.is/skipulagsskrar/skra/1069

http://www.isafjordur.is/skipulagsskrar/skra/1070

http://www.isafjordur.is/skipulagsskrar/skra/1071