Kynning á samantekt vegna skipulags útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal

Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal, sem skipaður var árið 2018, hefur nú lokið störfum og var samantekt Verkís á úttekt og hugmyndum SE Groups, sem unnar voru fyrir starfshópinn, kynntar á 1175. fundi bæjarráðs þann 7. nóvember.

Í samantektinni er fjallað um núverandi stöðu svæðisins, áskoranir og tækifæri. Þá er einnig sett fram áfangaskipt uppbyggingaráætlun fyrir svæðið.

Meðal tækifæra fyrir svæðið sem nefnd eru í samantektinni eru að bæta skíðasvæðið og reksturinn, laða að fleiri ferðamenn og að efla sumarnýtingu og hefja sumarstarfsemi á svæðinu.

Hægt er að lesa skýrsluna í heild sinni hér.