Kynning á endurskoðun byggðakvótakerfisins - Þingeyri

Nefnd um endurskoðun byggðakvótakerfisins hefur skilað tillögum sínum til ráðherra og mun kynna þær á samráðsfundum víða um land.

 

Í dag, mánudaginn 10 júlí, mun nefndin kynna mál sitt á Þingeyri klukkan 12:00 í félagsheimilinu.

 

Tillögurnar verða birtar opinberlega í næstu viku en hægt verður að senda starfshópnum athugasemdir fram í lok júlí. Síðan fer málið í vinnslu í ráðuneytinu og fer að sjálfsögðu í hefðbundið umsagnarferli ef frumvarp kemur fram í þinginu.