Kröfur um þjóðlendur: Upplýsingafundur fyrir íbúa 14. janúar
Ísafjarðarbær boðar til upplýsingafundar fyrir íbúa þar sem farið verður yfir kröfur íslenska ríkisins um þjóðlendur í Ísafjarðarsýslum. Friðbjörn E. Garðarsson mun stýra fundinum, en honum hefur verið veitt umboð til að fara með málið fyrir hönd Ísafjarðarbæjar. Einnig hefur Friðbjörn tekið að sér mál einstaklinga og annarra lögaðila.
Fundurinn verður haldinn í gegnum fjarfundabúnað þann 14. janúar kl. 17:30.
Dagskrá fundar:
- Þjóðlendumál og þróun málaflokksins
- Þjóðlendukröfur í Ísafjarðarsýslu
- Aðgerðir sem unnt er að grípa til ef gerðar eru þjóðlendukröfur í jarðir einstaklinga eða lögaðila
- Fyrirspurnir og svör
Hlekkur á fundinn: https://us02web.zoom.us/j/89539455366
Kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæði 10B, Ísafjarðarsýslum, bárust óbyggðanefnd 16. september 2020, sbr. 10. gr. þjóðlendulaga, nr. 58/1998. Þær ná til 45 svæða en upplýsingar um afmörkun þeirra eru í kröfulýsingu og á kortum sem má finna hér, auk frekari upplýsinga um málið.