Kröfur um þjóðlendur: Kröfulýsingafrestur framlengdur

Frestur landeigenda til að skila inn kröfulýsingu vegna krafna fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæði 10B, Ísafjarðarsýslum, hefur verið framlengdur til 22. mars næstkomandi.

Kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á svæði 10B bárust óbyggðanefnd 16. september 2020 og í framhaldi af því kallaði nefndin eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta.

Vakin er athygli á því að Friðbirni E. Garðarssyni hrl. hefur verið veitt umboð til að fara með málið fyrir hönd Ísafjarðarbæjar. Aðrir væntanlegir kröfuhafar geta sett sig í samband við hann.

Landeigendur sem ætla að nýta sér þjónustu Friðbjörns vegna krafna sinna á hendur ríkinu skulu fylla út umboð og senda honum afrit umboðs í tölvupósti á fridbjorn@axlaw.is. Frumrit umboðs verður að berast í bréfpósti á Ax lögmannsþjónusta, Hlíðarsmára 6, 201 Kópavogur. Útprentað skjal er hægt að nálgast í afgreiðslu bæjarskrifstofa Ísafjarðarbæjar.

Leiðbeiningar um frágang kröfulýsinga fást á skrifstofu óbyggðanefndar.