Kröfur um þjóðlendur í Ísafjarðarsýslum
Óbyggðanefnd hafa nú borist kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur í Ísafjarðarsýslum, sem hafa við málsmeðferð óbyggðanefndar verið auðkenndar sem svæði 10B. Nefndin er nú að hefja kynningu á kröfunum með það að markmiði að allir sem telja sig eiga réttindi innan þeirra svæða sem gerðar eru kröfur til fái að vita af þeim og geti eftir atvikum látið sig málin varða. Allar nánari upplýsingar má finna hér á vefnum undir Óbyggðanefnd: Svæði til meðferðar og á vef Óbyggðanefndar.
Kröfulýsingargögn og fylgiskjöl, þ.m.t. kort, munu einnig, frá og með mánudeginum 19. október, liggja frammi í afgreiðslu bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar á annarri hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Frestur til að lýsa kröfum á svæðinu er til 1. febrúar 2021.