Könnun Vestfjarðastofu um viðhorf og stöðu Vestfirðinga
31.08.2018
Fréttir
Vestfjarðastofa vinnur nú að svokallaðri sviðsmyndagreiningu fyrir Vestfirði sem hefur það markmið að efla skilning á hugsanlegri framtíðarþróun og helstu óvissuþáttum sem geta breytt umhverfi okkar. Hluti af þeirri vinnu felst í könnun á viðhorfi og stöðu Vestfirðinga og hvetjum við alla íbúa svæðisins til að taka þátt í henni.
Könnunina má nálgast á slóðinni http://vestfirdir.is/frettir/Vestfirdir_2035_-_spurningakonnun/