Jólaljósin tendruð í Ísafjarðarbæ

Ljósin verða tendruð á jólatrjám í Ísafjarðarbæ helgarnar 23.-24. nóvember og 30. nóvember-1. desember.

Dagskráin verður með hefðbundnu sniði á hverjum stað; ljúfir jólatónar, jólasveinar sem gleðja bæði börn og fullorðna og kakósala.

23. nóvember – Suðureyri
Ljósin tendruð á jólatrénu á Suðureyri klukkan 16:00.
Skólabörn syngja jólalög.
Kvenfélagið Ársól stendur fyrir kakó- og smákökusölu.

24. nóvember – Þingeyri
Ljósin tendruð á jólatrénu á Þingeyri klukkan 16:00.
Leikskólabörn syngja jólalög.
Höfrungur býður upp á kakó og piparkökur.

30. nóvember – Ísafjörður
15:30: Kakó- og torgsala 10. bekkjar Grunnskólans á Ísafirði.
16:00: Hljómsveitin Villimenn spilar jólalög.
Ljósin tendruð á jólatrénu á Silfurtorgi.
Leiklistarhópur Halldóru syngur jólalög.

1. desember – Flateyri
Ljósin tendruð á jólatrénu á Flateyri klukkan 16:00.
Skólabörn syngja jólalög.
Kakó og piparkökur.