Jólaljós í Ísafjarðarbæ
22.11.2018
Fréttir
Líða fer að aðventu og þá verða venju samkvæmt kveikt ljós á jólatrjám Ísafjarðarbæjar. Verður það gert með viðhöfn á Þingeyri 1. desember, Flateyri 2. desember, Ísafirði 8. desember og Suðureyri 9. desember. Á þremur síðastnefndu stöðunum verða ljósin kveikt klukkan 16.00, en dagskráin verður frábrugðin á Þingeyri á 100 ára afmæli fullveldisins. Þar hefst dagskrá með fullveldiskaffi og tónleikum Sunnukórsins í félagsheimilinu á staðnum milli klukkan 14.30 og 16.00. Þá verður gert hlé vegna tónleika KK og Ellenar í Þingeyrarkirkju, en ljósin verða svo kveikt á trénu klukkan 17.30. Að lokum má benda á að áður en dagskrá hefst á Þingeyri, eða klukkan 13, verða fyrirlestrar í Safnahúsinu á Ísafirði í tilefni af fullveldisafmælinu.