Járntré í Ísafjarðarbæ

Ljós hafa verið kveikt á öllum járntrjám Ísafjarðarbæjar, það er segja járn-jólatrjánum sem starfsmenn þjónustumiðstöðvar bæjarins hafa smíðað síðustu ár. Matthildur Ásta Hauksdóttir garðyrkjufulltrúi fékk hugmyndina að járntrjánum fyrir nokkrum árum og hafa hún og aðrir starfsmenn þjónustumiðstöðvar unnið að smíði þeirra milli annarra verka síðan þá.

Járntré eru nú staðsett við innkomu að Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Hnífsdal. Þá eru þrjú tré á Ísafirði; við Seljaland, hringtorg við Torfnes og á Austurvelli.