Jafnlaunavottun endurnýjuð til þriggja ára
30.08.2023
Fréttir
Jafnréttisstofa hefur staðfest endurnýjun jafnlaunavottunar hjá Ísafjarðarbæ til ársins 2026. Jafnlaunavottunin er staðfesting þess að jafnlaunakerfi sveitarfélagsins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins, ÍST85:2012.
Tilgangur jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og miða að auknu launajafnrétti kynjanna. Vottunin staðfestir að hjá Ísafjarðarbæ er unnið eftir ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.