Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2023: Tilnefningar
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2023 verður útnefndur á veitingastaðnum Logni á Hótel Ísafirði þann 13. janúar 2024 kl. 13:00. Viðburðurinn er öllum opinn.
Eftirtalin eru tilnefnd í kjörinu um íþróttamann Ísafjarðarbæjar
Axel Sveinsson, handknattleiksdeild Harðar, tilnefndur af handknattleiksdeild Harðar
Ásgeir Óli Kristjánsson, Golfklúbbi Ísafjarðar, tilnefndur af Golfklúbbi Ísafjarðar
Elmar Atli Garðarsson, knattspyrnudeild Vestra, tilnefndur af bæjarbúa
Dagur Benediktsson, Skíðafélagi Ísfirðinga, tilnefndur af Skíðafélagi Ísfirðinga
Gustav Kjeldsen, knattspyrnudeild Vestra, tilnefndur af knattspyrnudeild Vestra
Leifur Bremnes, Skotís, tilnefndur af Skotís
Sigrún Betanía Kristjánsdóttir, knattspyrnudeild Vestra, tilnefnd af knattspyrnudeild Vestra
Sigurður Gunnar Þorsteinsson, körfuknattleiksdeild Vestra, tilnefndur af körfuknattleiksdeild Vestra
Sólveig Pálsdóttir, Golfklúbbi Ísafjarðar, tilnefnd af Golfklúbbi Ísafjarðar
Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir, blakdeild Vestra, tilnefnd af blakdeild Vestra
Nýjar reglur um val á íþróttamanni ársins voru samþykktar af íþrótta- og tómstundanefnd í haust og því máttu aðildarfélög HSV nú tilnefna einn úr hverjum kynjaflokki í þeim íþróttum sem keppt er í hjá félaginu. Jafnframt máttu bæjarbúar senda inn tilnefningar og bárust fimm tilnefningar þaðan.