Ísafjarðarbær hlýtur tvo styrki úr Fiskeldissjóði að fjárhæð 79,4 milljónir króna
24.04.2024
Fréttir
Við undirritun samnings um byggingu nýs verknámshúss við Menntaskólann á Ísafirði.
Stjórn Fiskeldisjóðs hefur úthlutað styrkjum til eflingar innviða og atvinnulífs í sveitarfélögum þar sem sjókvíaeldi er stundað.
Að þessu sinni hlaut Ísafjarðarbær tvo styrki úr sjóðnum, alls um 79,4 milljónir. Annars vegar vegna fráveitu á Þingeyri, kr. 51.660.000, og hins vegar vegna byggingar nýs verknámshúss við Menntaskólann á Ísafirði, kr. 27.747.000.
Alls bárust 29 umsóknir í sjóðinn að fjárhæð rúmlega 1,5 milljarður króna en stjórn sjóðsins ákvað að veita styrki til 16 verkefna í sjö sveitarfélögum, samtals að fjárhæð 437,2 milljónir króna.
Við úthlutun styrkja úr sjóðnum 2024 var sérstaklega horft til verkefna sem snúa að:
- Styrkari samfélagsgerð (menntun, menning, íbúaþróun)
- Uppbyggingu innviða (atvinnulíf, þjónusta)
- Loftslagsmarkmiðum og umhverfisvernd (fráveita, orkuskipti, vatnsveita)
- Tengingu við sjókvíaeldi (hafnir, aðstaða í landi)
- Nýsköpun hverskyns, tengd ofangreindum þáttum