Ísafjarðarbær hlýtur styrk úr Fiskeldissjóði
Stjórn Fiskeldisjóðs hefur úthlutað styrkjum til eflingar innviða og atvinnulífs í sveitarfélögum þar sem sjókvíaeldi er stundað. Ísafjarðarbær hlaut tvo styrki úr sjóðnum til eftirfarandi verkefna:
Endurnýjun vatnslagna í Staðardal, Ísafjarðarbær (framhaldsverkefni), 33,4 milljónir kr.
Nemendagarðar Háskólaseturs, frágangur lóðar, Ísafjarðarbær, 16 milljónir kr.
Ísafjarðarbær hlaut einnig styrk úr sjóðnum árið 2021 vegna verkefnisins í Staðardal.
Í tilkynningu frá sjóðnum vegna úthlutunar árið 2022 kemur meðal annars fram að stjórn sjóðsins meti það svo að verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni falli öll vel að áherslum sjóðsins og séu til þess fallin að styrkja innviði sveitarfélaga og atvinnulíf á þeim svæðum þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað.
„Frá stofnun sjóðsins 2021 hafa tæplega 300 milljónir króna runnið til fjölbreyttra og krefjandi verkefna í viðkomandi sveitarfélögum til að mæta vaxandi kröfum íbúa og atvinnulífs í takt við aukin umsvif í sjókvíaeldi. Að þessu sinni var úthlutað styrkjum til níu verkefna í sex sveitarfélögum, samtals að fjárhæð 185,1 milljón króna. Úthlutun á fyrra ári nam 105 milljónum króna.“