Ísafjarðarbær - Heilsueflandi sveitarfélag
17.10.2018
Fréttir
Á morgun fimmtudaginn 18. október verður Ísafjarðarbær formlega heilsueflandi sveitarfélag.
Landlæknir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðar og staðgengill bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar munu undirrita samkomulag kl. 13:30 úti í Krók við upphaf nýja göngustígsins í Fjarðarstræti.
Við þetta tilefni verður stígurinn vígður og mun elsta og yngst kynslóðin sameinast í þeirri vígslu og börnin klippa á borða.
Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa.
Lesa má nánar um Heilsueflandi samfélag á vef landlæknis https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item28551/Heilsueflandi-samfelag