Ísafjarðarbær auglýsir sölu á húsnæði hjúkrunarheimilisins Eyrar
27.09.2024
Fréttir
Ísafjarðarbær auglýsir eftir tilboðum í fasteignina hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði og er óskað eftir skuldbindandi tilboðum í fasteignina.
- Í fasteigninni er rekið nýlegt hjúkrunarheimili.
- Húseignin er í langtímaleigu til heilbrigðisráðuneytisins.
- Skilyrði er að tilboðsgjafi sérhæfi sig í fasteignarekstri.
Allar nánari upplýsingar varðandi sölu á eigninni eru veittar hjá Libra lögmönnum ehf. í síma 551-1348.
Tilboðsfrestur er til 24. október 2024. Tilboð berist til Libra lögmanna ehf., Tjarnargötu 36, Reykjavík eða á netfangið arni@libralaw.is.
Gildistími tilboða er til 22. nóvember 2024. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum tilboðum.
Áréttað er að aðeins er um sölu á fasteign að ræða, sem á ekki að hafa neina breytingu í för með sér á þeirri starfsemi sem rekin er í húsinu. Starfsemi hjúkrunarheimilisins verður áfram í höndum Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.