Innskráning í þjónustugátt eftir að notkun Íslykla verður hætt

Íslykill hættir í notkun 1. september 2024 og notkun hans hefur nú þegar verið hætt við innskráningu á þjónustugátt Ísafjarðarbæjar. Eingöngu er hægt að skrá sig inn í gegnum island.is með rafrænum skilríkjum eða auðkennisappinu.

Prókúruhafar fyrirtækja geta skráð sig inn á gáttina með sínum persónulegu rafrænu skilríkjum og skipt þar yfir á fyrirtæki.

Hér fyrir neðan eru samantekt frá Ísland.is um innskráningu með rafrænum skilríkjum. Ef einhver lendir í vandræðum með innskráningu fyrir hönd fyrirtækja og/eða félagasamtök er hægt senda tölvupóst á postur@isafjordur.is til að fá aðstoð. 

Hverjir geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum?

  • Einstaklingar

  • Prókúruhafar fyrirtækja og félagasamtök

    • Prókúruhafar fyrirtækja og stofnanna geta skráð sig inn á Mínar síður ef þeir eru skráðir prókuruhafar hjá Skattinum. Ef þú sérð ekki fyrirtæki þar sem prókúrutengsl eru til staðar, vinsamlegast hafið samband við Skattinn.
  • Prókúruhafar opinberra aðila s.s stofnanir, ráðuneyti og bæjarfélög

    • Opinberir aðilar þurfa að skrá prókúruhafa hjá Skattinum til þess að fá aðgang að Mínum síðum og umboðskerfi Ísland.is. 
  • Forsjáraðilar barna

    • Forsjáraðilar geta skráð sig inn á Mínar síður fyrir hönd barnanna sinna óháð búsetu. Kerfið sækir forsjártengsl til Þjóðskrár. Ef þú sérð ekki barn þar sem forsjártengsl eru til staðar, vinsamlegast hafið samband við Þjóðskrá.
  • Persónulegir talsmenn

    • Lögráða einstaklingar sem vegna fötlunar sinnar eiga erfitt með að gæta hagsmuna sinna eiga rétt á að velja persónulegan talsmann sér til aðstoðar. Réttindagæsla fatlaðra heldur utanum samninga á milli einstaklinga og persónulegra talsmanna og sótt er um þá samninga hjá Réttindagæslunni. Allir sem geta ekki séð um sig sjálfir geta sótt um persónulegan talsmann.

Einstaklingar og prókúruhafar geta einnig gefið öðrum aðgang til þess að skoða gögn sín á Mínum síðum, s.s. Fjármál eða Pósthólf með nokkrum einföldum skrefum.

  • Þú skráir þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum á Mínar síður.
  • Velur Aðgangsstýring í efnisyfirliti á vinstri hlið.
  • Þar getur þú valið hverjum þú vilt veita aðgang, að hvaða kerfishlutum og hversu lengi hann á að vera virkur.