Íbúafundur um snjóflóðavarnir í Kubba

Ísafjarðarbær boðar til íbúafundar um snjóflóðavarnir í Kubba með bæjaryfirvöldum og sérfræðingum Ofanflóðasjóðs og Veðurstofu Íslands. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 28. janúar á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði og hefst klukkan 20.00. Fundarstjóri er Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, en dagskrá er sem hér segir:

 

  • Almenn kynning, Hafsteinn Pálsson, umhverfis- og auðlindaráðuneyti
  • Snjóflóðasaga, hættumat og almennur bakgrunnur, Tómas Jóhannesson, Veðurstofu Íslands
  • Frumathugun og umfjöllun um mismunandi útfærslur á varnarvirkjum, Kristín Martha Hákonardóttir, VerkÍs, og Tómas Jóhannesson, Veðurstofu Íslands
  • Upptakastoðvirki, Hrafnkell Már Stefánsson – VerkÍs
  • Mótvægisaðgerðir, Aðalheiður Kristjánsdóttir landslagsarkitekt
    Almennar umræður