Í góðum félagsskap: 30 félög kynntu starfsemi sína

Séð yfir stóra salinn í Edinborgarhúsinu.
Séð yfir stóra salinn í Edinborgarhúsinu.

30 félög kynntu starf sitt á viðburðinum Í góðum félagsskap sem fór fram í Edinborgarhúsinu laugardaginn 21. september. Í góðum félagsskap var opinn kynningardagur á félagsstarfi á norðanverðum Vestfjörðum en að honum stóðu Ísafjarðarbær og Bolungarvíkurkaupstaður, í samstarfi við Vestfjarðarstofu.

Meðal félaga sem tóku þátt voru björgunvarsveitir, kvenfélög, félag eldri borgara, karlakór, leikfélög, ferðafélagið, víkingar á Vestfjörðum, slysavarnardeild og íþróttafélög svo eitthvað sé nefnt.

Fjöldi fólks sótti viðburðinn og kynntu sér starfsemi félaganna á svæðinu.

Ísafjarðarbær þakkar félögum fyrir að gefa sér tíma til að kynna starf sitt. Það er ljóst að félagsstarf á svæðinu er líflegt og hægt að finna félagsskap sem hentar öllum.

Karlakórinn Ernir og Vestfjarðadeild Ladies Circle.

Kubbi, íþróttafélag eldri borgara.Félag eldri borgara og íþróttafélag eldri borgara.


Víkingar á Vestfjörðum.


Kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal.


Gefum íslensku séns.


Íþróttafélagið Vestri.


Íþróttafélagið Vestri.


Björgunarsveitin Tindar, Hnífsdal.


Litli leikklúbburinn.