Hvatningarátakið Til fyrirmyndar og Takk-veggir
Ísafjarðarbær minnir á hvatningarátakið Til fyrirmyndar og Takk-veggina í sveitarfélaginu.
Þann 1. ágúst nk. eru 40 ár liðin síðan frú Vigdís Finnbogadóttir var sett í embætti forseta Íslands og hvetjum við því alla, íbúa og ferðamenn, að taka af sér mynd við einn af Takk-veggjunum okkar.
Átakið er tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni, enda vorum við fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum. Hugmyndin á bak við verkefnið er að fá fólk til að staldra við, huga að því sem vel er gert og þakka þeim sem það telur vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.
Á vegum hvatningarátaksins er jafnframt stór gjafaleikur, þar sem þeir sem taka mynd af sér við Takk-vegg, deila henni á Instagram eða Facebook, og merkja við #tilfyrirmyndar geta unnið glæsilegan gjafapakka að andvirði 100.000 kr frá fyrirmyndar fyrirtækjum.
Hér er slóðin á leikinn:
https://www.facebook.com/113514590375847/posts/142185880842051/?d=n