Hugmyndasamkeppni um nýtingu á Engi

Ísafjarðarbær efnir til hugmyndasamkeppni um nýtingu á húsinu Engi, Seljalandsvegi 102 á Ísafirði. Verðlaun eru leigusamningur til 1 árs með möguleika á framlengingu og gjaldfrjálsum fyrsta ársfjórðungi. Keppnin er opin öllum þeim sem hafa áhugaverðar fyrirætlanir um nýtingu húsnæðisins en bent er á að markmiðið er að efla nýsköpun án þess að skekkja samkeppni.

Óskað er eftir vel útfærðum hugmyndum um nýtingu hússins í síðasta lagi þann 10. mars, en sýning á öllum innsendum tillögum verður á Heimkomuhátíðinni sem haldin verður í Vestrahúsinu á Ísafirði laugardaginn 26. mars.

Engi er fallegt 188 fermetra einbýlishús sem staðsett er innst á Seljalandsvegi á Ísafirði. Kvaðir eru á húsinu sem takmarka nýtingu frá 1. nóvember til 30. apríl ár hvert.

Nánari upplýsingar veitir Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari í gegnum netfangið thordissif@isafjordur.is eða símann 450-8021.