Hreinsun opinna svæða
Fyrirhuguð er vorhreinsun í Ísafjarðarbæ í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða með það að leiðarljósi að koma opnum svæðum í betra horf, með tilliti til samþykktar um umgengi og þrifnað utan húss.
Bæjarbúar eru hvattir til að fjarlægja tæki, kerrur, báta, aðra lausamuni og drasl í þeirra eigu sem eru á opnum svæðum.
Ef eigendur lausamuna finnast ekki og ef enginn hefur samband við Ísafjarðarbæ vegna þeirra verður litið svo á að enginn beri ábyrgð á hlutnum og verður hann þá fjarlægður.
Átakið hefst 11. maí og hafa eigendur tíma til að fjarlægja eða farga hlutum í þeirra eign til og með 31. maí. Eigendum gefst færi á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við umhverfisfulltrúa á umhverfisfulltrui@isafjordur.is ef þarf og möguleiki er að fá aðstoð Ísafjarðarbæjar við að koma hlutum á annan stað eða í förgun.
Ef eigendur lausamuna finnast ekki og enginn gefur sig fram fyrir 31. maí verða hlutirnir fjarlægðir af bæjarstarfsmönnum og settir í geymslu. Eigendur hafa tækifæri til að sækja hluti úr geymslunni gegn gjaldi og miðast upphæðin við flutningskostnað við að flytja hlutinn af opnum svæðum í geymslu. Einnig þarf að framvísa gögnum um rétt eignarhald.
Frestur til að sækja hluti í geymslu er 60 dagar, reiknað frá 31. maí. Að þeim fresti loknum verður ósóttum hlutum fargað.