Hreinsun á Suðurtanga
Umfangsmiklar framkvæmdir vegna lengingar Sundabakka eru fyrirhugaðar hjá Ísafjarðarhöfn næstu misserin. Því þarf að hreinsa allt drasl, búnað og lausamuni af opnum svæðum á Suðurtanga.
Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir því að þeir sem eiga veiðarfæri, bátakerrur, fiskeldishringi, fiskeldisnætur og aðra lausamuni sem eru á opnum svæðum á Suðurtanga sunnan Ásgeirsgötu fjarlægi eigur sínar eins fljótt og hægt er, í síðasta lagi þann 13. desember. Lausamunir sem verða eftir á svæðinu þann 14. desember verða fjarlægðir af Ísafjarðarbæ og settir í geymslu. Eigendur hafa tækifæri til að sækja hluti úr geymslunni gegn gjaldi og miðast upphæðin við flutningskostnað við að flytja hlutinn af opnum svæðum í geymslu. Einnig þarf að framvísa gögnum um rétt eignarhald.
Frestur til að sækja hluti í geymslu er 60 dagar, reiknað frá 14. desember. Að þeim fresti loknum verður ósóttum hlutum fargað.
Svæðið sem um ræðir.