Hreinsistöð fyrir fráveitu sett upp á Flateyri
16.06.2023
Fréttir
Bæjarráð hefur samþykkt tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um kaup á hreinsistöð fyrir fráveitu á Flateyri. Stöðin er með vélrænum fráveitu- og hreinsibúnaði og er ætlað að taka fjarlægja allan úrgang úr fráveitu sem ekki telst lífrænn s.s. plast, hreinsiklúta og þess háttar. Fyrirhuguð staðsetning stöðvarinnar er á Oddavegi 12.
Samskonar stöð og hefur meðal annars verið sett upp í Dalabyggð.