Höfnin á Suðureyri fær bláfánann afhentan á næstunni

Nú á næstunni mun smábátahöfnin á Suðureyri fá afhentan bláfánann.

 

Viðurkenningin er veitt fyrir markvissa umhverfisstjórnun, góða þjónustu, vandaða upplýsingagjöf og fræðslu um umhverfið. Meginmarkmið verkefnisins að vernda umhverfi í og við smábátahafnir og baðstrendur og efla umhverfisvitund bæði notenda og samfélagsins í heild.

 

Bláfáninn er tákn um gæði í margvíslegum skilningi og hver sá sem fær að flagga honum getur verið stoltur af vinnu sinni að umhverfismálum. Það er sæmandi fiskveiðiþjóð og ferðamannalandi að gera kröfur um framúrskarandi umhverfisstjórnun í höfnum landsins og er Bláfáninn öflugt tæki til að stuðla að því.

 

(Texti og mynd fengin að láni frá www.landvernd.is)