Heimildarmynd um lífshlaup Villa Valla

Heimildarmynd um lífshlaup Vilbergs Vilbergssonar verður sýnd í Edinborgarhúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 28. júní klukkan 20. Frítt er inn á viðburðinn en DVD diskur með heimildarmyndinni og tónleikununum verður til sölu á staðnum einnig verður hægt að kaupa myndina og tónleikana á skrifstofu Menningarmiðstöðvarinnar, á Byggðarsafninu og víðar. Hafið samband á netfangið edinborg@edinborg.is fyrir nánari upplýsingar.

 

Edinborgarhúsið hefur ákveðið að bjóða bæjarbúum á sýningu heimildarmyndarinnar Lífshlaupið. Myndin fjallar um Vilberg Vilbergsson sem er betur þekktur sem Villi Valli tónlistarmaður, rakari og lífskúnstner á Ísafirði.  Einnig verður sýnd upptaka af tónleikum með Villa Valla og félögum sem haldnir voru í Edinborgarhúsi í nóvember 2016 en þar var leikin blanda af sígildum jazzperlum og frumsömdum lögum eftir Villa Valla. Lög eins og  Don´t get around much anymore, Jeepers Creepers, Vikivaki Jóns Múla, Lover, come back to me, Þakið er lekt og Fall krónunnar.

 

Hljóðupptaka og vinnsla Matthías M.D. Hemstock

Kvikmyndataka Logi Ingimarsson

Kvikmyndastjórn Snævar Sölvason

Framleiðandi Menningarmiðstöðin Edinborg