Hátíðahöld á 17. júní
Í ár verða hátíðahöld á Ísafirði á þjóðhátíðardaginn með öðrum hætti en venjulega, líkt og víða annars staðar. Dagskráin verður mun minni í sniðum og miðar að því að stórir hópar safnist ekki saman á einum stað. Íbúar eru þó hvattir til að draga fána að húni, fara í sparifötin og gera sér glaðan dag.
Dagskrá á Ísafirði
11:00 Hátíðarmessa í Ísafjarðarkirkju
13:00-15:00 Ratleikur í boði Körfuknattleiksdeildar Vestra. Upplýsingar á söluborði við Silfurtorg.
14:00 Hátíðardagskrá á Silfurtorgi
- Lúðrasveit leikur fyrir gesti
- Hátíðarræða – Súsanna Björg Ástvaldsdóttir
- Hátíðarkór, stjórnandi Tuuli Rähni
- Ávarp fjallkonu
14:00 Barnaleikrit í Neðstakaupstað
- Kómedíuleikhúsið sýnir leikritið Iðunn og eplin þar sem sagt er frá því er hinn lævísi Loki platar Iðunni út í skóg því þar sé að finna girnileg og gómsæt epli.
Þá verður Körfuknattleiksdeild Vestra með söluborð við Silfurtorg og niðri í Neðsta.
Dagskrá á Hrafnseyri
13:00 Hátíðarguðþjónusta
- Sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir sóknarprestur á Hrafnseyri þjónar fyrir altari. Undirspil: Jón Gunnar Biering Margeirsson.
14:15 Setning þjóðhátíðar
- Tónlist: Jón Gunnar Biering Margeirsson, Dagný Arnalds og Rúna Esradóttir
- Hátíðarræða: Guðbergur Bergsson, rithöfundur
15:00 Háskólahátíð í tilefni útskriftar vestfirskra háskólanemenda
- Kynnir á hátíðinni er prófessor Guðmundur Hálfdanarson
Þar að auki verður opnun á myndlistarsýningu sumarsins þar sem sýnd verða verk eftir Margréti Jónsdóttur, leirlistakonu frá Akureyri.
Kaffiveitingar verða í boði á meðan á hátíð stendur en einnig verður hægt að kaupa súpu með brauði.
Boðið er upp á rútuferðir milli Ísafjarðar og Hrafnseyrar, fólki að kostnaðarlausu. Rútan fer frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði kl. 11:30 og aftur frá Hrafnseyri kl. 17:00. Vinsamlegast hafið samband við reception@uwestfjords.is eða í síma 450 3040 til að skrá ykkur í rútu.