Hafsteinn Már Sigurðsson er íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2021
Hafsteinn Már Sigurðsson, leikmaður í blakdeild Vestra, hefur verið útnefndur íþróttamaður Ísafjarðarbæjar.
Í rökstuðningi fyrir tilnefningu Hafsteins segir:
Efnilegasti íþróttamaður ársins 2021 er Sudario Eiður Carneiro úr handknattleiksdeild Harðar. Sudario er ungur og efnilegur leikmaður sem hefur náð miklum framförum sl. tvö ár og er mikilvægur hlekkur í toppliði Harðar í 1. deildinni. Í rökstuðningi segir meðal annars: „Sudario er frábær leikmaður og liðsfélagi, sem gefur sig ávallt allan fram innan sem utan vallar. Hann er vel liðin af liðsfélögum og drífur þá áfram með krafti sínum. Einnig er hann iðinn við félagsstörf í þágu Harðar og er alltaf reiðubúinn til að aðstoða þegar kemur að hinum ýmsu verkefnum. Sudario, sem er aðeins 17 ára, hefur allt til að bera til að verða handboltamaður í hæsta gæðaflokki og er hann einn af þeim efnilegustu sem sést hefur í vestfirskum handbolta.“
Sudario Eiður, efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2021.
Þá hlaut Fossavatnsgangan hvatningarverðlaun íþrótta- og tómstundanefndar, en árlega veitir nefndin þessi verðlaun fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingarinnar. Fossavatnsgangan hefur stækkað töluvert undanfarin ár og setur nú mikinn svip á bæjarfélagið ár hvert. Gangan er með elstu íþróttaviðburðum á landinu sem enn eru við lýði, ef ekki sú elsta. Að göngunni kemur fjöldinn allur af sjálfboðaliðum úr samfélaginu okkar, sem tekur þátt ár eftir ár. Með dugnaði og elju forsvarsmanna keppninnar og sjálfboðliðum tekst þeim að gera þessa sögufrægu skíðagöngukeppni að glæsilegum viðburði, bænum til mikils sóma.
Kristbjörn Róbert Sigurjónsson tók við hvatningarverðlaunum fyrir hönd Fossavatnsgöngunnar.
Alla jafna hefur verið hægt að bjóða til hátíðlegrar athafnar við útnefningu íþróttamanns ársins en vegna samkomutakmarkana var athöfnin lítil og með mun einfaldara sniði að þessu sinni.