Hætta á gróðureldum vegna mikils þurrks
11.05.2021
Fréttir
Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, vill árétta við alla íbúa fara að ítrustu gát nú þegar mikil sina er í landi sveitarfélagsins og mjög þurr trjágróður. „Öll meðferð með opinn eld úti í náttúrunni er hreinlega hættuleg þessa dagana,“ segir Sigurður. „Það getur skapast hættuástand ef sinueldur verður laus og mikil verðmæti geta farið í súginn á skömmum tíma,“ bætir hann við.
Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112.
Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr hættu af gróðureldum og einnig inn á www.grodureldar.is.