Greiðendur fasteignagjalda athugið

Greiðslu- og álagningarseðlar fasteignagjalda 2017 verða ekki sendir út á pappírsformi. Greiðendur geta flett álagningarseðlum upp á vefsíðunni www.island.is eða með því að smella á hnappinn „Bæjardyr – reikningar“ á forsíðu heimasíðu Ísafjarðarbæjar. Nánari leiðbeiningar um innskráningu má fá með því að smella á hnappinn „Álagning fasteignagjalda“ hægra megin á forsíðu heimasíðu Ísafjarðarbæjar, www.isafjordur.is. Þá er hægt að óska eftir ...að fá álagningarseðla senda á pappírsformi með því að senda tölvupóst á innheimta@isafjordur.is eða hringja í síma 450-8000. Greiðslu- og álagningarseðlar verða þó sendir til íbúa fædda 1946 og fyrr.

Sérstaklega skal bent á að fasteignamat Þjóðskrár hækkar að jafnaði um 8,6% í Ísafjarðarbæ milli ára sem hækkar fasteignagjöld af eignum. Hækkunin er mjög misjöfn eftir hverfum. Mest er hækkunin í eldri byggð á Ísafirði, en einnig talsvert mikil á Flateyri og Þingeyri.
• Ísafjörður eldri byggð: 13,1% hækkun að jafnaði
• Ísafjörður nýrri byggð: 9,5% hækkun að jafnaði
• Hnífsdalur: 0,8% hækkun að jafnaði
• Suðureyri: 8,6% hækkun að jafnaði
• Flateyri: 12,3% hækkun að jafnaði
• Þingeyri: 12,7% hækkun að jafnaði

Umsóknum félaga- og félagasamtaka um styrk til greiðslu á fasteignagjöldum skal skilað fyrir lok febrúar 2017. Styrkurinn er að hámarki 130.000 krónur. Umsóknareyðublöð fást á vef Ísafjarðarbæjar eða hjá þjónustuveri bæjarins, Hafnarstræti 1.
Umsóknum vegna fráfalls maka elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2016 skal skilað fyrir lok febrúar 2017. Umsóknareyðublöð fást á vef Ísafjarðarbæjar eða hjá þjónustuveri bæjarins, Hafnarstræti 1.