Gott að eldast: Opinn kynningarfundur 22. október
16.10.2024
Fréttir
Þriðjudaginn 22. október kl. 14-16 verður opinn kynningarfundur á verkefninu Gott að eldast í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Dagskrá
Setning fundar
Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir, tengiráðgjafi Gott að eldast
Þróunarverkefnið Gott að eldast á Vestfjörðum: Samþætting félags- og heilbrigðisþjónustu
Hildur Elísabet Pétursdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilsuefling og styrkur eldra fólks
Heba Dís Þrastardóttir, þjálfari
„Það er pláss fyrir alla“: Vitundarvakning um heilbrigða öldrun og áhrif félagslegrar einangrunar á lífsgæði
Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur og Svavar Knútur, tónskáld
Í lok fundar er boðið upp á kaffi og kynningu á íþrótta- og félagsstarfi eldra fólks.
Öll eru hjartanlega velkomin!