Glersöfnun er hafin
07.03.2019
Sorpmál og endurvinnsla
Nú er tækifæri til að taka sorpflokkun skrefi lengra, en komið hefur verið upp söfnunarstöðvum fyrir gler sem ekki ber skilagjald. Þar má nefna krukkur og matar-, olíu- og edikflöskur svo eitthvað sé nefnt. Söfnunarstöðvum verður á næstu dögum komið upp á eftirtöldum stöðum:
- Landsbankaplanið á Ísafirði við hlið pappírsgáms
- Við Bónus á Skeiði
- Við hafnarvog á Suðureyri
- Við sundlaug á Flateyri
- Við sundlaug á Þingeyri
Ílát skulu vera tóm og lok af þeim eiga að fara í viðeigandi endurvinnslu (málmur eða plast). Mikilvægt er að glerið fari laust í gáminn, ekki í pokum. Til að koma í veg fyrir óþarfa fnyk er góð hugmynd að skola úr glerílátunum áður en þeim er safnað.