Fyrsti kennsludagur grunnskóla eftir sumarfrí
23.08.2022
Grunnskólar
Skólastarf er hafið í grunnskólum Ísafjarðarbæjar, skólar voru settir í gær og í dag er fyrsti kennsludagur samkvæmt stundaskrá.
Á haustönn 2022 eru tæplega 500 nemendur skráðir í skóla sveitarfélagsins; 387 í Grunnskólanum á Ísafirði, 41 í Grunnskólanum á Suðureyri, 38 í Grunnskólanum á Þingeyri og 13 í Grunnskóla Önundarfjarðar.
Mörg skólabarnanna er að stíga sín fyrstu skref í umferðinni og kemur stór hluti þeirra á hjólum eða gangandi í skólann, sem er virkilega ánægjulegt. Ökufólk er minnt á að taka vel á móti þessum ungu vegfarendum og fara sérstaklega varlega í kringum skólana.