Fyrirlestur um sjálfboðavinnu
08.02.2016
Fréttir
Í dag ætlar dr. Eve Markowitz Preston að halda erindi í Safnahúsinu sem hún nefnir Volunteering is a Two-Way Street.
Sjálfboðaliðar gera góða hluti og þeir teljast sjálfir með þeim hópi sem nýtur góðs af. Að vinna sem sjálboðaliði getur fært fólki tilgang, minnkað stress, þróað ný áhugamál og hæfileika, myndað vinatengsl og aukið virkni fólks og jafnvel bætt sambönd og lengt lífið.
Dr. Preston er sálfræðingur frá New York. Hún rekur þar eigin stofu og býður upp á meðferðarúrræði í hugrænni atferlismeðferð fyrir fullorðna. Auk þess stendur dr. Preston reglulega fyrir námskeiðum og fyrirlestrum.
Erindið er flutt á ensku, það fer fram í sal Listasafnins á 2. hæð og hefst kl. 17. Allir velkomnir og við verðum að venju með heitt á könnunni.