Fyrirlestrar fyrir húseigendur

Baldvin Þór Harðarson, sérfræðingur frá Hitamyndum í Færeyjum, verður með röð fyrirlestra á norðanverðum Vestfjörðum á þriðjudag og miðvikudag. Fyrirlestrarnir fjalla um einangrun, loftun, gler, rakamyndun, varmadælur og fleira og ættu því að henta vel áhugasömum húseigendum á köldum svæðum eins og okkar.

Fyrirlestrarnir verða um 30-60 mínútur og verða á eftirtöldum stöðum:

Þriðjudagur kl 12: Bolungarvík

Þriðjudagur kl 16.15: Suðureyri, kaffistofa Íslandssögu

Miðvikudagur kl 12.40: Flateyri, Félagsbær

Miðvikudagur kl 16.00: Þingeyri, Blábankinn