Fullur þrýstingur kominn á

Báðar vatnslagnir sem fæða Eyrina og efri bæ á Ísafirði hafa nú verið teknar í notkun, en skrúfað var fyrir aðra þeirra þegar framkvæmdir hófust í Urðarvegsbrekku fyrir nokkrum vikum. Fullur vatnsþrýstingur ætti að vera komin á heimili og fyrirtæki, en búast má við loftbólum og mögulega gruggi rétt til að byrja með.