Framlengdur frestur til að skila inn athugasemdum að breytingum á aðalskipulagi vegna íbúðarbyggðar á landfyllingu norðan Skutulsfjarðareyrar

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020

Íbúðarbyggð á landfyllingu norðan Eyrar

Athuga: Frestur hefur verið framlengdur frá 19. apríl til 2. maí 2023. 

 

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 5. janúar 2023 að auglýsa skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 á breytingartillögu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, dags. 2. desember 2022, uppdráttur og greinargerð unnin af Verkís ehf. f.h. Ísafjarðarbæjar, ásamt umhverfismati áætlana, vegna íbúðarbyggðar á landfyllingu norðan Eyrar í Skutulsfirði.

Breytingartillagan og umhverfismatsskýrsla verða til sýnis á bæjarskrifstofunum að Hafnarstræti 1, Ísafirði frá og með mánudeginum 6. mars nk. til þriðjudagursins 2. maí 2023 og hjá Skipulagsstofnun við Borgartún 7b í Reykjavík. Tillöguna er einnig hægt að skoða hér:

Tillaga til auglýsingar
Tillaga að breytingu – uppdráttur

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til þriðjudagursins 2. maí 2023. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar eða á skipulag@isafjordur.is .

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar