Fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd sameinast í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd
Fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd hafa verið sameinaðar í nýja nefnd; skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd. Nefndin tekur til starfa á nýju ári.
Meginhlutverk nefndarinn er stefnumótun, markmiðasetning og ráðgjöf til bæjarstjórnar varðandi málefni leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla og framhaldsskóla, auk málefna félagsmiðstöðva og vinnuskóla. Þá fer nefndin með verkefni íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsmála í sveitarfélaginu, þar með talið eftirlit með íþróttamannvirkjum. Nefndin skal stuðla að samstarfi í íþróttamálum meðal annars með nánu samstarfi við Héraðssamband Vestfirðinga.
Nefndarmenn eru:
Finney Rakel Árnadóttir, formaður
Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir, varaformaður
Þórir Guðmundsson
Elísabet Samúelsdóttir
Eyþór Bjarnason
Varamenn eru:
Magnús Einar Magnússon
Jónína Eyja Þórðardóttir
Wojciech Wielgosz
Halldór Karl Valsson
Steinunn Guðný Einarsdóttir