Flateyri: Staðan á vatnsmálum 12. nóvember
Erfiðlega hefur gengur að hreinsa vatnsbólið á Flateyri vegna veðurs og afar ólíklegt að vatn verði sett á aftur í dag, þriðjudag.
Tankbíll er á leiðinni til Flateyrar til að dæla vatni inn á kerfið til að hreinsa það. Íbúar geta sótt neysluvatn í bílinn, sem verður staðsettur í Ólafstúni, frá klukkan 16. Fyllt verður á bílinn á Ísafirði eftir þörfum eitthvað fram á kvöldið svo þau sem missa af honum í fyrstu ferð fá fleiri tækifæri til að nálgast neysluvatn.
SMS hefur verið sent til íbúa í gegnum kerfi 1819.is. Skilaboðin sendast eingöngu til þeirra sem eru með skráð símanúmer og heimilisfang hjá 1819 og því þurfa þau sem óska eftir að fá send upplýsingaskeyti að sjá til þess að skráning sé til staðar. Til að skrá númer þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á 1819 og velja Mín skráning undir Minn aðgangur. Þar er hægt að setja inn eða uppfæra símanúmer og heimilisfang.