Flateyri: Staðan á vatnsmálum

Loka þurfti fyrir vatnið á Flateyri í gær vegna aurskriðu. Vatnið úr vatnsbólinu var mjög brúnt og þrátt fyrir að brunahanar hafi verið látnir ganga til að reyna að hreinsa lagnirnar dugði það ekki til.

Nú, fyrir hádegi á sunnudegi, er verið að skola út lagnirnar með vatni á tankbíl.Vatnið uppi í Klofningsdal er orðið nokkuð hreint og vonir standa til að hægt verði að hleypa vatni á öðru hvoru megin við hádegið. Vatnið verður líklega brúnt fyrst um sinn og þá þarf að láta það renna einhverja stund.

Uppfært kl. 12:40:

Nú er vatnið komið á en það er loft í lögnunum og vatnið enn ekki alveg tært. Öruggast er að sjóða neysluvatn í dag og á morgun.